Færsluflokkur: Vísindi og fræði
24.4.2007 | 22:52
Raunverulegt Kryptonít
Nú virðist sem sá steinn sem getur grandað hinni kraftmestu ofurhetju allra tíma, Superman hafi fundist hér í heimi. Fox fréttastöðin greinir hér frá að grjóttegund sem inniheldur sömu uppbyggingu og Kryptónít hafi fundist í serbneskri námu. Samkvæmt vísindamönnum sem fundu þessa bergtegund þá passar uppbygging hennar nær alveg við lýsinguna á grjótinu sem Lex Luthor stelur úr safni í Metropolis í Superman myndinni Superman Returns frá árinu 2006.
Grjót þetta er reyndar hvítt á lit, ólíkt hinu hefðbundna græna kryptoníti sem sýgur alla krafta úr Superman og dregur hann til dauða. Samkvæmt Wikipedia er samt til hvítt Kryptonít sem hefur þann eiginleika að drepa allt plöntulíf. Öruggt má samt telja að þessi bergtegund muni ekki granda neinu plöntulífi á næstunni.