Færsluflokkur: Menning og listir

Æ fleiri tengsl við raunveruleikann

Sumt sýnist hverjum um raunveruleika teiknimyndasagna. Í ofurhetjusýndarleika teiknimyndasagna er vissulega raunveruleiki sem tengist hinum töfraraunsæislegum ofurhetjum skáldskaparins. Marvel hetjurnar búa nær allar í New York borg. Sem fer að verða svolítið skrítið, því maður færi nú að vera þreyttur að öllum þessum skemmdarverkum sem verða á borginni ef maður byggi í þeim heimi. Stundum ná angar töfraraunsæis út í okkar raunveruleika og þóttu endalok einnar stærstu ofurhetju samtímans nógu fréttnæm til að ná í heimspressuna. 

Fyrir nokkrum mánuðum var Captain America, Steve Rogers, einhver ástsælasta þjóðarhetja Bandaríkjanna í Marvel heiminum tekinn af lífi JFK-style þegar hann var skotinn af leyniskyttu þegar hann var á leið upp ráðhúströppurnar í New York. Þetta gerðist eftir hina stóru sögu Civil War eftir Mark Millar þar sem ofurhetjuskráningarlög gerðu það að verkum að ofurhetjusamfélagið klofnaði í tvennt. Bræður börðust og bestu vinir klofnuðu nú í tvær fylkingar sem heyjuðu stríð vegna þessara skráningarlaga. Það var krafist af hetjum að gefa upp nafn sitt og persónu til bandaríska ríkisins og mörgum hetjum fannst vera gert að þjóðarréttindum sínum. Sá sem neitaði að skrá sig varð ólöglegur ofurkraftahafi og var hundeltur ríkinu ásamt hinum skráðu ofurhetjum, sem oftar en ekki fangelsuðu sína eigin vini.

Captain America gerðist andstæðingur skráningarlaganna og varð uppreisnarseggur í sínu eigin landi. Landi sem fána þess hann bar á búningi sínum. Það var ekki fyrr en hann sá hversu mikinn skaða bardagi og stríð þessara kraftmiklu ofurhetjuherja gerði að hann gafst upp. Á leið til dómstóla þar sem átti að rétta yfir honum sem glæpamanni hlaut hann áðurnefnd örlög.

Dramatíkin við þessa sögu er mikil. Það er varpað upp spurningum í þessari sögu sem eiga sér margar hliðstæður í raunveruleikanum, t.d. í Mccarthyisma  fimmta áratugarins og hinn nútíma Patriot Act. Civil War: Frontline sögurnar eftir Paul Jenkins koma vel til skila óréttlæti þessara skráningarlaga og líkir hann Civil War sögunni m.a. við borgarastyrjöld Rómar til forna, Bandaríkjanna og annars óréttlætis sem hlýst af stríði í heiminum.

Eins og kom fram þótti stríðið á blaðsíðunum og fórnarlömb þess alveg þess virði að fjalla um í heimspressu okkar sem lifum í raunveruleikanum. Að lokum hvet ég ykkur til að hlusta á það sem bæði CNN og BBC höfðu að segja um hlutina.


Teiknimyndasögur

Ég sá frétt um hóp stráka í fréttablaðinu í gær. Þessir drengir höfðu mikið dálæti á tölvuleikjum og höfðu ákveðið að búa til vef til umfjöllunnar um þá og hvaðeina. Minnir að vefurinn heitir www.gameover.is

Það fékk mig til að hugsa um talsverða breytingu á þessum vef. Þessum vef sem er eiginlega svo lítilsverður að það að tala um breytingu á honum er eiginlega hálfgerður brandari. Það eru nefnilega engar færslur á honum sjáðu til.

 En ég ætla að reyna að láta það breytast því ég, líkt og tölvuleikjatöffararnir, á mér gífurlega stórt áhugamál.  Áhugamál sem ég á mjög erfitt með að finna mér félaga til viðræðu við. Nefnilega teiknimyndasögur, grafískar skáldsögur eða comics. Alla tíð hef ég haft dálæti af teiknimyndasögum, fyrst um sinn öllum ofurhetjum sem þessar sögur gáfu af sér í gegnum tíðina. Síðar komst maður inn í fullorðinslegri sögur þó að maður hafi aldrei sleppt beislinu af ofurhetjunum.

Það er nefnilega mál með vexti að ég trúi að ofurhetjur séu til, þó ég viti að þær séu ekki partur af raunveruleikanum sem við lifum í. Það hljómar kannski svolítið skringilega, eða þverstæðukennt en það er spurningin um að trúa á tákn, eða ímynd. Imynd ofurhetjunnar er eitthvert sterkasta tákn seinustu aldar og hefur átt þátt í að móta margar kynslóðir fólks sem hefur fylgst mjög grannt með þróun sinnar hetju í gegnum árin. Allt frá komu Superman árið 1938 til dauða Captain America á okkar dögum hefur teiknimyndasögumenning farið vaxandi í heimi fjölmiðla. 

Því fyrst um sinn var ekki litið á teiknimyndasögur sem almennilegar bókmenntir. Þetta voru bara "funnybooks", skrípa og pulp sögur. Eitthvað fyrir krakka til þess að drepa tímann og hætta að ónáða foreldra sína. Í bandarískri menningu óx menningin samt ásmeginn mjög fljótlega og voru comics notaðar í stríðinu, t.d. til að skemmta herlýðnum og bæða móralinn í stríðinu. Þar sáust Batman og Robin berjast við Japani og Captain America lamdi Hitler í andlitið. Þetta voru þjóðernishetjur sem hjálpuðu okkar(þeirra Bandaríkjamanna í raun og veru) rauntímahetjum gegnum erfiða tíma.

Síðan þá hafa tímarnir breyst. Vondu kallarnir eru ekki bara vondir af því bara. Þeir hafa oftast einhverja raunverulega ástæðu fyrir illsku sinni. Oftar en ekki byggt á siðferðislegum grundvelli sem hinn venjulegi lesandi verður að gera upp við sig hvort sé næg ástæða fyrir gjörðum hans.  Ég fer yfir illsku og siðferðislegan réttleika næstu greinum. Þetta er einungis kynning á því efni sem þessi vefur mun hafa upp á að bjóða.

Í næstu greinum hafði ég hugsað mér að fjalla um nokkrar af mínum uppáhalds teiknimyndasögum og gildi þeirra fyrir mig og hvaða áhrif sumar sögur hafa haft á þjóðfélagið.

Nokkrar hugmyndir: Civil War, Dauði Superman og dauði Captain America, þjóðfélagsrýni og fordómar með hliðstæðu í X-men. Nokkrar týpur eða Genre af sögum, gagnrýni á comics og bara allt það sem dettur inn í huga minn. 

Þangað til næst...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband