24.4.2007 | 21:58
Æ fleiri tengsl við raunveruleikann
Sumt sýnist hverjum um raunveruleika teiknimyndasagna. Í ofurhetjusýndarleika teiknimyndasagna er vissulega raunveruleiki sem tengist hinum töfraraunsæislegum ofurhetjum skáldskaparins. Marvel hetjurnar búa nær allar í New York borg. Sem fer að verða svolítið skrítið, því maður færi nú að vera þreyttur að öllum þessum skemmdarverkum sem verða á borginni ef maður byggi í þeim heimi. Stundum ná angar töfraraunsæis út í okkar raunveruleika og þóttu endalok einnar stærstu ofurhetju samtímans nógu fréttnæm til að ná í heimspressuna.
Fyrir nokkrum mánuðum var Captain America, Steve Rogers, einhver ástsælasta þjóðarhetja Bandaríkjanna í Marvel heiminum tekinn af lífi JFK-style þegar hann var skotinn af leyniskyttu þegar hann var á leið upp ráðhúströppurnar í New York. Þetta gerðist eftir hina stóru sögu Civil War eftir Mark Millar þar sem ofurhetjuskráningarlög gerðu það að verkum að ofurhetjusamfélagið klofnaði í tvennt. Bræður börðust og bestu vinir klofnuðu nú í tvær fylkingar sem heyjuðu stríð vegna þessara skráningarlaga. Það var krafist af hetjum að gefa upp nafn sitt og persónu til bandaríska ríkisins og mörgum hetjum fannst vera gert að þjóðarréttindum sínum. Sá sem neitaði að skrá sig varð ólöglegur ofurkraftahafi og var hundeltur ríkinu ásamt hinum skráðu ofurhetjum, sem oftar en ekki fangelsuðu sína eigin vini.
Captain America gerðist andstæðingur skráningarlaganna og varð uppreisnarseggur í sínu eigin landi. Landi sem fána þess hann bar á búningi sínum. Það var ekki fyrr en hann sá hversu mikinn skaða bardagi og stríð þessara kraftmiklu ofurhetjuherja gerði að hann gafst upp. Á leið til dómstóla þar sem átti að rétta yfir honum sem glæpamanni hlaut hann áðurnefnd örlög.
Dramatíkin við þessa sögu er mikil. Það er varpað upp spurningum í þessari sögu sem eiga sér margar hliðstæður í raunveruleikanum, t.d. í Mccarthyisma fimmta áratugarins og hinn nútíma Patriot Act. Civil War: Frontline sögurnar eftir Paul Jenkins koma vel til skila óréttlæti þessara skráningarlaga og líkir hann Civil War sögunni m.a. við borgarastyrjöld Rómar til forna, Bandaríkjanna og annars óréttlætis sem hlýst af stríði í heiminum.
Eins og kom fram þótti stríðið á blaðsíðunum og fórnarlömb þess alveg þess virði að fjalla um í heimspressu okkar sem lifum í raunveruleikanum. Að lokum hvet ég ykkur til að hlusta á það sem bæði CNN og BBC höfðu að segja um hlutina.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.